Sækja Firefox

Firefox er ekki lengur stutt á Windows 8.1 og eldra.

Sæktu Firefox ESR (Extended Support Release) til að nota Firefox.

Firefox er ekki lengur stutt á macOS 10.14 og eldra.

Sæktu Firefox ESR (Extended Support Release) til að nota Firefox.

Persónuverndarstefna Firefox

Firefox hugbúnaður er hannaður til að vernda friðhelgi þína

Þú ættir að geta ákveðið hverjir geti séð persónulegar upplýsingar þínar. Ekki bara meðal vina þinna, heldur hjá öllum auglýsendum og fyrirtækjum á netinu - þar á meðal okkur.

Þess vegna er allt sem við gerum í samræmi við loforð okkar um meðferð persónuupplýsinga

Tökum minna

Við leggjum áherslu á að vita minna um þig

Öll tæknifyrirtæki safna gögnum til að bæta vörur sínar. En til þess þarf ekki svona mikið af persónulegum upplýsingum þínum. Einu gögnin sem við viljum eru gögnin sem þjóna þér á endanum. Við spyrjum okkur: þurfum við þetta í raun og veru? Til hvers þurfum við það? Og hvenær getum við eytt þessu?

Höldum því öruggu

Við leggjum mikla vinnu til að vernda persónulegar upplýsingar þínar

Gagnaöryggi er flókið - eða ætti að minnsta kosti að vera það. Þess vegna leggjum við aukna áherslu á að flokka gögnin sem við höfum, viðhöldum reglum um hvernig við geymum og vernda hverja tegund gagna og hættum aldrei að endurskoða ferlana okkar. Við setjum friðhelgi þína í forgang. Við fjárfestum í því. Við erum staðráðin í því. Við kennum jafnvel öðrum fyrirtækjum hvernig á að gera það.

Engin leyndarmál

Þú munt alltaf vita hvernig þú stendur gagnvart okkur

Hér er enginn dulinn tilgangur. Viðskipti okkar eru ekki háð því að misnota traust þitt í leyni. Persónuverndarstefnan okkar er í rauninni læsileg. Hver sem er í heiminum getur sótt vikulega fyrirtækjafundi okkar. Ef þú vilt grafa niður í alla gagnapunktana sem við söfnum, þá er kóðinn okkar opinn. Og það erum við líka.

Lestu persónuverndarstefnuna fyrir hugbúnaðinn okkar