Saga Mozilla-verkefnisins
Mozilla verkefnið var stofnað árið 1998 með birtingunni á grunnkóða Netscape vafravöndulsins. Því var ætlað að virkja sköpunarmátt þúsunda forritara á internetinu og kynda undir áður óþekktum stigum nýsköpunar á vaframarkaðnum. Á fyrsta árinu höfðu nýir samfélagsmeðlimir víðsvegar að úr heiminum þegar lagt til nýja virkni, bætt fyrirliggjandi eiginleika og tekið þátt í stjórnun og skipulagningu verkefnisins sjálfs.
Með því að mynda opið samfélag var Mozilla verkefnið orðið stærra en nokkurt annað fyrirtæki. Meðlimir samfélagsins tóku sér frumkvæði og stækkuðu umfang upprunalega verkefnisins – í stað þess að vinna bara í næstu útgáfu vafrans Netscape, fólk byrjaði að búa til ýmis tilbrigði vafra, þróunarverkfæri auk fjölda annarra verkefna. Fólk lagði sitt af mörkum til Mozilla á mismunandi vegu, en allir höfðu brennandi áhuga á að búa til frjálsan hugbúnað sem myndi gera fólki kleift að velja hvernig það upplifði internetið.
Eftir nokkurra ára þróun var Mozilla 1.0, fyrsta stóra útgáfan, gefin út árið 2002. Þessi útgáfa innihélt margar endurbætur á vafranum, tölvupóstforrit og önnur forrit sem eru innifalin í hugbúnaðarpakkanum, en ekki voru margir að nota þetta. Árið 2002 voru vel yfir 90% netnotenda að vafra með Internet Explorer. Ekki tóku margir eftir því á sínum tíma, en fyrsta útgáfan af Phoenix (síðar endurnefnd í Firefox) var einnig gefin út af meðlimum Mozilla-samfélagsins það ár með það að markmiði að veita bestu mögulegu vafurupplifun fyrir sem breiðastan hóp fólks.
Árið 2003 stofnaði Mozilla-verkefnið Mozilla Foundation, óháða sjálfseignarstofnun sem fjármögnuð er með styrkjum frá einstaklingum og ýmsum fyrirtækjum. Hið nýja Mozilla Foundation hélt áfram því hlutverki að stýra daglegum rekstri verkefnisins og tók einnig formlega að sér að stuðla að opnu aðgengi, nýsköpun og tækifærum a> á internetinu. It did this by continuing to release software, such as Firefox and Thunderbird, and expanding to new areas, such as providing grants to support accessibility improvements on the web.
Firefox 1.0 kom út árið 2004 og náði miklum árangri - á innan við ári var vafrinn sóttur meira en 100 milljón sinnum. Nýjar útgáfur af Firefox hafa komið út reglulega síðan þá og halda áfram að setja ný met. Vinsældir Firefox hafa hjálpað til við að gefa notendum val. Þessi endurnýjaða samkeppni hefur hraðað nýsköpun og bætt internetið fyrir alla.
In 2013, we launched Firefox OS to unleash the full power of the web on smartphones and once again offer control and choice to a new generation of people coming online.
Mozilla fagnaði einnig 15 ára afmæli sínu árið 2013. The community has shown that commercial companies can benefit by collaborating in open source projects and that great end user products can be produced as open source software. Fleiri en nokkru sinni áður nota internetið og eru að upplifa það á sínu eigin tungumáli. A sustainable organization has been created that uses market mechanisms to support a public benefit mission and this model has been reused by others to create open, transparent and collaborative organizations in a broad range of areas.
The future is full of challenges and opportunities equal to those of our past. Það er ekkert sjálfgefið að internetið verði áfram opið eða skemmtilegt eða öruggt. Mozilla mun halda áfram að veita fólki tækifæri til að láta rödd sína heyrast og móta eigið líf á netinu. Auðvitað erum við ekki ein um að gera þetta. The Mozilla community, together with other open source projects and other public benefit organizations, exists only because of the people who are engaged in making our common goals a reality. Ef þú vilt vera með í verkefninu okkar skaltu taka þátt.
Fyrir frekari upplýsingar um sögu Mozilla, geturðu skoðað eftirfarandi:
- Bókamerki Mozilla
- Tímalína Mozilla-verkefnisins
- Stafrænn minnisbanki Mozilla
- Saga kynningarspjalda Firefox og Mozilla (fáanlegt á ensku og japönsku)