Auðveldara að byrja

Hjálp fyrir uppsetningu póstreiknings

Áður en hjálparglugginn fyrir nýja reikninga varð til, þurftirðu að vita allt um IMAP, SMTP og SSL/TLS stillingarnar þínar. Núna þarftu aðeins að slá inn nafn, netfang og lykilorð og nýi hjálparglugginn finnur sjálfkrafa allar stillingar fyrir tölvupóstaðganginn.

Eins-smells nafnaskrá

Eins-smells nafnaskrá er fljótleg og einföld aðferð til að bæta við fólki í nafnaskránna. Bættu einfaldlega við fólki með því að smella á stjörnu táknmyndina í póstinum. Ef þú tvísmellir geturðu bætt við fleiri upplýsingum eins og mynd, afmælisdegi, og öðrum tengiliðaupplýsingum.

Áminning fyrir viðhengi

Nýi áminningareiginleikinn leitar eftir orðum sem benda til þess að viðhengi eigi að fylgja (og öðru eins og skráartegundum) í meginefni tölvupóstsins og minnir þig á að bæta við viðhengi áður en þú sendir póstinn.

Flipar og leit

Flipar

Ef þú dýrkar flipana í Firefox, þá áttu eftir að elska póstflipana. Póstflipar gera þér kleyft að hlaða inn pósti í mismunandi flipa þannig að auðveldara sé að skipta á milli þeirra. Til dæmis ertu að svara pósti og þarft að skoða eldri tölvupóst. Póstflipar gera þér kleyft að vera með marga tölvupósta opna svo auðvelt sé að fylgjast með.

Ef þú tvísmellir eða ýtir á enter í tölvupósti, þá opnast tölvupósturinn í nýjum flipa. Ef þú hægri smellir á póst eða möppu opnast hann í flipa í bakgrunni.

Þegar þú hættir í Thunderbird, munu allir flipar verða vistaðir og endurheimtir aftur þegar þú opnar Thunderbird í næsta skipti. Einnig er ný flipavalmynd á flipaslánni sem hjálpar þér að skipta á milli flipa.

Flýtisíuslá

Nýja flýtisíusláin gerir þér kleift að sía póstinn á fljótlegri hátt. Sláðu inn einhver orð í innsláttarsvæði flýtisíunar og niðurstöðurnar birtast samstundis. Þú getur einnig síað póstinn eftir nýjum pósti, flokkum, og fólki í nafnaskrá. Þú getur einnig "fest" eða vistað síu og notað hana á margar möppur.

Leit

Leitarviðmótið í Thunderbird inniheldur síur og tímalínu til að hjálpa þér að finna póstinn sem þú ert að leita að. Thunderbird býr einnig til atriðaskrá af öllum pósti svo að leitin verði hraðvirkari. Leitarniðurstöður eru birtar í flipa þannig að auðveldlega er hægt að skipta á milli leitarniðurstöðu og annarra póstflipa.

Geymdur póstur

Ef þú heldur að þú þurfir kannski að lesa einhvern tölvupóst í framtíðinni en vilt samt ekki hafa hann í innhólfinu en ert ekki tilbúinn til þess að eyða honum, geturðu geymt hann í safninu. Safnið hjálpar þér að hafa stjórn á innhólfinu og geyma póstinn í geymslumöppu.

Smelltu á hnappinn Safna eða sláðu á hnappinn ‘A’ til að geyma póstinn.

Yfirlit aðgerða

Yfirlit aðgerða skráir öll samskipti á milli Thunderbird og tölvupóstþjónustuaðila á einum stað. Nú þarf ekki lengur að giska á hvernig hlutirnir virka. Þú þarft aðeins að kíkja á einn stað til að sjá allt sem er að gerast í sambandi við tölvupóstinn.

Sérsniðnir möguleikar fyrir tölvupóst

Thunderbird útlit

Með því að nota þema, litlu "skinni" er hægt að breyta útliti Thunderbird á augabragði. Hundruð þema eru fáanleg fyrir nýjustu kvikmyndirnar, fræg kennileiti, og japönsk hörundsflúr. Þú getur einnig valið úr mörgum þemum sem klæða hinar ýmsu táknmyndir Thunderbird í annan búning.

Snjallmöppur

Snjallmöppur hjálpa þér að halda utan um marga póstreikninga með því að sameina sérstakar möppur eins og Innhólf, Sent, eða Safnmöppu. Í staðinn fyrir að þurfa að fara í innhólf hvers reiknings fyrir sig geturðu séð allann innkominn póst í einni innhólfsmöppu.

Viðbætur

Leitaðu að og settu inn viðbætur beint í Thunderbird. Þú þarft ekki lengur að heimsækja heimasíðuna fyrir viðbætur, í staðinn ræsir þú bara viðbótargluggann. Ertu ekki viss um hvaða viðbót er sú rétta fyrir þig? Einkunnagjöf, meðmæli, lýsingar og myndir af viðbótum í notkun hjálpa þér að finna réttu viðbótina fyrir þig.

Öryggi og vernd fyrir tölvupóstinn

Öflug persónuvernd

Thunderbird býður upp á stuðning fyrir persónuvernd og vernd gegn myndum. Til að tryggja persónuvernd, getur Thunderbird stoppað sjálfkrafa fjarlægar myndir í tölvupósti.

Vörn gegn svikum

Thunderbird verndar þig frá fölsuðum pósti sem reynir að plata notendur í að láta af hendi persónuleg gögn og leynilegar upplýsingar, með því að gefa til kynna hvort pósturinn sé hugsanlega frá svikara. Einnig lætur Thunderbird vita þegar þú smellir á tengil sem fer á annað vefsvæði en það sem er í póstinum.

Sjálfvirk uppfærsla

Thunderbird athugar reglulega hvort þú ert að keyra nýjustu útgáfuna, og lætur þig vita ef öryggisuppfærsla er tiltæk. Þessar öryggisuppfærslur eru venjulega mjög litlar (oftast 200KB - 700KB), þannig að öryggisuppfærsla er fljót að niðurhalast og uppsetningin er hröð. Sjálfvirkar uppfærslur eru til fyrir Thunderbird á Windows, macOS, og Linux á yfir 40 mismunandi tungumálum.

Henda út ruslinu

Hið vinsæla Thunderbird ruslpóstsíutól hefur verið uppfært til að vera skrefinu framar en ruslpósturinn. Hver móttekinn póstur fer í gegnum ruslpóstsíu Thunderbird sem byggir á allra nýjustu tækni. Í hvert skipti sem þú merkir póst sem ruslpóst, "lærir" Thunderbird og endurbætir síuna þannig að þú getur notað þinn tíma frekar í að lesa póst sem skiptir máli. Thunderbird getur einnig notað þá ruslpóstsíu sem tölvupóstþjónustuaðilinn býður upp á til að halda ruslpóstinum frá innhólfinu.

Frjáls kóði

Grunnur Thunderbird er frjáls hugbúnaður sem er þróaður af þúsund áhugasamra, reyndra, þróunaraðila og öryggissérfræðinga út um allan heim. Okkar frelsi og samfélag af virkum sérfræðingum hjálpa við að tryggja að vörur okkar séu öruggar og uppfærðar mjög fljótt, en leyfa okkur samt sem áður að nota það besta af öryggisforritum frá þriðja aðila til að styrkja heildaröryggið.